Fótbolti

Henry skoraði löglegt mark

Gilberto var óhress með ákvörðun aðstoðardómarans í kvöld
Gilberto var óhress með ákvörðun aðstoðardómarans í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Gilberto var afar óhress með tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld og sagði dómarann hafa dæmt fullkomlega löglegt mark af félaga sínum Thierry Henry.

CSKA skaust upp fyrir Arsenal í riðlinum með sigrinum í dag, en þó þrjú mörk hafi verið dæmd af liðunum í dag, var það mark Henry á 86. mínútu sem olli mestu fjaðrafoki. Aðstoðardómari leiksins mat það þannig að Henry hefði lagt boltann fyrir sig með hendinni áður en hann skoraði, en Gilberto var ekki sammála því.

"Þetta var að mínu matti fyllilega löglegt mark og Henry hefur sjálfur sagt mér það, en línuvörðurinn var ekki sammála því. Þetta voru ekki úrslitin sem við áttum von á, en við verðum að halda áfram ótrauðir þrátt fyrir mótlætið," sagði Gilberto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×