Nú hefur verið flautað til hálfleiks á Stamford Bridge í leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark er enn komið í leikinn og besta færið átti Didier Drogba hjá Chelsea eftir 15 mínútna leik, en náði ekki að skora. Eiður Smári er í byrjunarliði Barcelona en hefur fengið úr litlu að moða enn sem komið er.
Bremen hefur yfir 1-0 gegn Levski Sofia, Inter hefur yfir 2-0 gegn Spartak Moskvu, Bayern hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Sporting, Galatasaray hefur yfir 1-0 gegn PSV, Valencia er að vinna Shaktar 2-0 og markalaust er í Frakklandi hjá Bordeaux og Liverpool sem og í leik Olympiakos og Roma.