Þarf í uppskurð á hásin

Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno hjá Valencia þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hásin sem hafa haldið honum frá keppni allar götur síðan hann gekk í raðir liðsins frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar. Þetta þýðir líklega að hann verði frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar.