Erlent

Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni

Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna.

Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Kólumbíu sagði þetta mesta áfall fíkniefnabarónanna á þessu ári. Ekki hefur verið lagt hald á jafn mikið að kókaíni í einu það sem af er 2006.

Kólumbíumenn hafa fengið milljarða bandaríkjadala til að hjálpa þeim í baráttunni við eiturlyfjasmyglara og -sala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×