Erlent

Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba

Frá 11. september 2001.
Frá 11. september 2001. MYND/Reuters

Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð.

Það voru verkamenn sem unnu að hreinsun holræsanna sem fundu leifarnar í gær, þar á meðal bein úr fótum og handleggjum. Ættingjar þeirra sem létust í árásunum en hafa ekki fundist krefjast þess að leitað verði aftur á svokölluðu Ground Zero svæði en á þeim fimm árum sem liðin eru síðan árásirnar voru gerðar hafa aðeins verið borin kennsl á 1.150 af þeim rúmlega 2700 sem létust í árásunum. DNA-rannsóknir verða notaðar til þess að komast að því hvort líkamsleifarnar séu af einhverjum þeirra sem létust daginn örlagaríka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×