Erlent

Fjármál Carls Bildt til rannsóknar

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar

Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta. Vostok Nafta á hlutabréf í rússneska orkurisanum Gazprom, sem hyggst leggja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands, yfir Eystrasalt.

Til þess að leggja leiðsluna þarf samþykki sænsku ríkisstjórnarinnar, og því kæmi Carlt Bildt að leyfisveitingunni, sem utanríkisráðherra. Norska blaðið Aftenpæosten segir að ef Bildt selji hlutabréf sín í Vostok Nafta, muni hann hagnast um fjörutíu milljónir íslenskra króna.

Þrír ráðherrar í hinni nýju sænsku ríkisstjórn hafa þurft að segja af sér á undanförnum dögum, vegna fjármála sinna. Carl Bildt er fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×