Erlent

Nýrnasjúkdómur herjar á norskan lax

Norðmenn eru að hefja umfangsmiklar rannsóknir á laxveiðiám sínum eftir að sýktir laxar fundust í þrem ám þar í landi.

Sýktu laxarnir eru með kýlasjúkdóm sem legst á nýru og drepur fiskana. Þessi sjúkdómur hefur drepið mikið af laxi í Noregi undan farin ár og lengi vel var talið að fiskurinn hefði drepist vegna súrefnisskorts í vatninu.

Fyrir skömmu kom hinsvegar hið rétta í ljós og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa miklar áhyggjur af málinu. Því hefur verið ákveðið að gera umfangsmiklar rannsóknir til þess að komast að því hverju útbreiddur sjúkdómurinn er.

Sem fyrr segir hefur sýktur lax þegar fundist í þrem ám, og í fyrstu atrennu á að rannsaka tuttugu ár til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×