Erlent

Hersveitum Fatah skipað í viðbragsstöðu vegna morðs

Fatah-hreyfingin hefur skipað hersveitum sínum í viðbragðsstöðu eftir að háttsettur liðsmaður hennar var myrtur á Gaza svæðinu. Fatah þykist viss um að liðsmenn ríkisstjórnar Hamas, hafi myrt manninn.

Tugir manna hafa fallið í innbyrðis átökum palestínumanna undanfarnar vikur. Bæði Hamas og Fatah eru að vígbúast af kappi, og fjölga í bardagasveitum sínum.

Morðið í dag var framið með þeim hætti að grímuklæddir byssumenn ruddust inn í Bureij flóttamannabúðirnar, á Gaza svæðinu, og skutu þar til bana Mohammed Shahadeh, sem var leiðtogi al-Aksa píslarvottanna, en það er deild innan Fatah.

Leiðtogar Fatah segjast ekki vera í vafa um að liðsmenn Hamas hafi myrt leiðtogann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×