Erlent

Segjast komnir á spor morðingjanna

Vararíkissaksóknari Rússlands segir að þeir séu komnir á sporið af morðingjum blaðakonunnar Önnu Politkovskaju.

Alexandr Buksman segir að þeir hafi grandskoðað þau mál sem Anna var að vinna að, og viti nú um ástæðuna fyrir því að hún var myrt.

Þeir viti nú einnig um framgang málsins og séu komnir á spor m orðíngjanna. Hann tekur fram að þótt þeim hafi orðið vel ágengt í rannsókninni sé ekki tímabært að gera upplýsingarnar opinberar.

Evrópusambandið hefur opinberlega gagnrýnt Vladimir Putin, forseta Rússlands vegna hinnar pólitísku þróunar í landinu og takmörkum á tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Anna Politkovskaja var í mörg ár harðlega gagnrýnin á stjórn Pútins, bæði í blaðagreinum og bókum. Hún var skotin til bana við heimili sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×