Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga. Bannið tekur gildi í dag og stendur í ótiltekinn tíma samkvæmt talsmanni varnarmálaráðuneytis Íraks. Að minnsta kosti 25 manns létust í átökum í Amara í síðustu viku milli sjítaliða handgegnum klerknum Moqtada al-Sadr og írakskra öryggissveita. Þær tóku við öryggisgæslu í bænum af breskum hersveitum fyrir um tveimur mánuðum.

