Erlent

Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi

Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna.

23. október 1956 hófust mótmæli í Ungverjalandi gegn leppstjórn Sovétmanna en rúmri viku síðar réðst Rauði herinn inn í landið og barði niður uppreisnina. 2.600 létust í átökum við herinn og um 200.000 manns flýðu land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×