Erlent

Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju

Langar bílaraðir mynduðust á hraðbrautinni í kjölfar þess að henni var lokað eftir sprenginguna.
Langar bílaraðir mynduðust á hraðbrautinni í kjölfar þess að henni var lokað eftir sprenginguna. MYND/AP

Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni.

Sprengingin var svo öflug að hlutar úr vegavinnuvélinni þeyttust fleiri hundruð metra frá staðnum og lentu á bæði fólks- og flutningabílum. Fjórir hinna slösuðu voru verkamenn en sá fimmti ökumaður fólksbíls. Hundruð sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni er enn að finna í Þýskalandi og í síðustu viku var hverfi í Hanover rýmt þegar sprengjusérfræðingar gerðu sprengju, sem varpað hafði verið úr breskri herflugvél í síðari heimsstyrjöldinni, óvirka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×