Erlent

Svíakonungur hitti Bandaríkjaforseta

fv. Silvía, drottning Svíþjóðar, George W. Bush, Bandaríkjaforseti, Laura Bush, forsetafrú, og Karl Gústa XVI. Svíakonungur í Hvíta húsinu í Washington í dag.
fv. Silvía, drottning Svíþjóðar, George W. Bush, Bandaríkjaforseti, Laura Bush, forsetafrú, og Karl Gústa XVI. Svíakonungur í Hvíta húsinu í Washington í dag. MYND/AP

Karl Gústa XVI. Svíakonungur og Sílvía, drottning Svíþjóðar, hittu George Bush, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Lauru, í Hvíta húsinu í Washington í dag. Fulltrúi Hvíta hússins segir þetta tækifæri til að styrkja vinasamband Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem eigi sér langa, sameiginlega sögu og standi vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi.

Eftir fund konungs- og forsetahjónanna í Hvíta húsinu ætluðu Svíakonungur og -drottning að vígja formlega nýtt sendiráð Svía í Washington sem þó var opnað þar í borg í síðustu viku.

Á morgun halda konungshjónin til Kanada þar sem þau funda með ráðamönnum og heimsækja helstu merkisstaði þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×