Erlent

Bongo býður sig aftur fram

Omar Bongo, forseti Gabon.
Omar Bongo, forseti Gabon.

Omar Bongu, sem hefur setið á forsetastól í Afríkuríkinu Gabon í nærri 4 áratugi, ætlar að bjóða sig aftur fram til embættisins árið 2012 þegar næst verður kosið. Enginn þjóðarleiðtogi í Afríku hefur lengur gengt embætti forseta. Bongo, sem er 70 ára, var endurkjörinn í nóvember í fyrra og verður hann 76 ára næst þegar Gabonar ganga að kjörborðinu og velja sér forseta.

Með yfirlýsingu sinni í dag gerði forsetinn lítið um vangaveltum fjölmiðla í Gabon um að ráðherrar í ríkisstjórn þessarar fyrrverandi nýlendu Frakka ætluðu margir hverjir að berjast um embættið að sex árum liðnum.

Bongo komst til valda árið 1967 um leið og olía fannst undan strönd landsins í Gíneu-flóa. Forsetinn breytti þá stjórnarskrá landsins þannig að engin takmörk voru sett fyrir því hversu oft mætti bjóða sig fram til forseta og hve mörg tímabil hver forseti mætti sitja í embætti.

Bongo var endurkjörinn með 79% atkvæða í nóvember og vann því auðveldan sigur á 4 mótframbjóðendum sínum.

Andstæðingr Bongos segja hann tilheyra hópi risaeðla úr röðum ráðamanna ásamt Paul Biya, forseta Kamerún, og Lansana Conte, forseta Gíneu. Biya, sem er 72 ára, tók við embætti árið 1982 og var endurkjörinn til 7 ára árið 2004. Conte er á sjötugs aldri. Hann rændi völdum í Gíneu árið 1984. Næst verður efnt til forsetakosninga þar í landi árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×