Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum rýmdi stærstu rútustöð í borginn í dag eftir að maður, sem var staddur í rútu, sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan.
Talsmaður lögreglunnar í New York segir manninn sitja einan í rútunni. Hann hafi lýst því yfir að hann bæri sprengu innan klæða.
Uppvíst var um hótun mannsins kl. 16:30 síðdegis að íslenskum tíma.