Erlent

I-Pod spilarinn 5 ára

Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, og Grammy verðlaunahafinn John Mayer kynna iPod Shuffle á Macworld ráðstefnunni í janúar í fyrra.
Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, og Grammy verðlaunahafinn John Mayer kynna iPod Shuffle á Macworld ráðstefnunni í janúar í fyrra. MYND/REUTERS

Fimm áru eru frá því fyrsti iPod spilarinn kom á markað. Með honum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Þá má nú sjá á annarri hverri manneskju hvort sem er út á götu, í almenningsfarartækjum eða við vinnu. Apple tölvufyrirtækið framleiðir þessa græju og hefur hún náð mikilli útbreiðslu á ekki lengri tíma.

Það var 23. október 2001 sem Steve Jobs, einn stofnenda Apple og núverandi framkvæmdastjóri félagisns, afhjúpaði fyrsta iPod spilarann. Það tók helstu hönnuði félagsins innan við ár að hanna og smíða fyrsta spilarann.

Síðan þá hafa spilararnir þróast, tekið breytingum, getið af sér ýmsar útgáfur að mismunandi iPod spilurum sem nota má á mismunandi hátt, og ekki síst verið fyrirmynd annarra fyrirtækja sem lagt hafa í samkeppni.

Í dag er iPod spilari sinnar tegundar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×