United að kaupa ungan Portúgala

Heimildir Sky sjónvarpsstöðvarinnar herma að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á 15 ára gömlum portúgölskum sóknarmanni, Evandro Brandao hjá Walsall. Brandao þessi hefur búið á Englandi í níu ár og því er haldið fram að hann hafi þegar skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið.