Dennis Wise tekur við Leeds

Harðjaxlinn Dennis Wise var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United og honum til aðstoðar verður annar gamall Chelsea-maður Gus Poyet. Þeir félagar voru síðast við stjórnvölinn hjá Swindon og gerðu þar ágæta hluti. Ráðning Wise hefur valdið nokkru fjaðrafoki á meðal stuðningsmanna Leeds, en árangur hans með liðið fær væntanlega úr því skorið hvort hann verður tekinn í sátt.