Árangur af hernámi Íraks innan seilingar 24. október 2006 20:00 Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sjá meira