Hillary og Obama keppa um útnefningu 2008 25. október 2006 10:18 Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.Stjörnuljómi ObamaHillary Clinton þekkja allir en Barack Obama hefur skotið upp á stjörnuhiminn bandarískra stjórnmála á örskömmum tíma. Einungis tvö ár eru síðan hann vakti fyrst athygli sem aðalræðumaðurinn á flokksþingi demókrata. Þar kvatti hann til að hætt yrði að draga fólk í dilka eftir búsetu og uppruna og þess í stað litið til þess hvaða gildi sameinuðu þjóðina. Stuttu eftir ræðuna frægu var Obama kosinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrr í mánuðnum gaf hann út bókina The Audacity of Hope sem þýða mætti sem "Fífldirska vonarinnar" og vermir hún þegar metsölulistana. Hann hefur verið forsíðuefni tímarita eins og Time, Newsweek og karlaútgáfu Vogue, setið á sófanum hennar Oprah og annarra spjallþáttastjórnenda auk þess sem varla er hægt að opna dagblað án þess að sjá fjallað um hann með einum eða öðrum hætti. Reyndar þykir mörgum nóg um og gerir pistlahöfundurinn Maureen Dowd létt grin að glansímynd hans á laugardaginn og hvetur hann til að hætta að daðra við frægðina og reyna við sögubækurnar í staðinn. Fjölbreyttur bakgrunnurHugleiðingar um hvernig endurheimta skuli ameríska drauminn er undirtitill bókarinnar og að einhverju leyti má segja Barack Obama holdgerving þess fræga draums. Móðir hans er frá Kansas en faðir frá Kenýa og skildu þau þegar Obama var ungur. Hann bjó um tíma í Indónesíu með móður sinni en flutti til ömmu sinnar og afa á Hawaií þegar hann var tíu ára. Hann er menntaður frá tveimur bestu háskólum Bandaríkjanna og var fyrsti blökkumaðurinn til að ritstýra Harvard Law Review. Áður en hann settist á fylkisþing Illinois árið 1994 starfaði hann sem mannréttindalögfræðingur. Hann er í senn mjög varfærinn í orðavali og óvenjulega hreinskilinn. Hann hefur sagst eiga ættingja sem líta út eins og Bernie Mac og Margaret Thatcher og að hafa prófað hass og dregið að sér andann ólíkt Bill Clinton, enda hafi það verið tilgangurinn. Stuðningsmenn hans segja fjölbreyttan bakgrunn og hreinskilni meðal þess sem geri hann að ferskum kosti auk þess sem tími sé kominn fyrir frambjóðanda af næstu kynslóð til að koma fram á sjónarsviðið. Augljósir veikleikarÞað er gott forskot að koma vel fyrir sig orði, myndast vel og vera heillandi en það mun ekki duga til að koma Barack Obama alla leið í Hvíta húsið. Hann er álíka grænn og Kermit froskur segir Joe Klein í forsíðugrein Time um Obama og vísar þar til reynsluleysis hans í mörgum mikilvægum málum. Andstæðingar hans munu hamra á reynsluleysi í varnar- og öryggismálum, benda á að hann hefur enga reynslu af stjórnun og eflaust gera grín af því hve fá mál hann hefur tekið upp á stuttri setu í öldungadeildinni. Samlíkingar við John F. Kennedy eru algengar en þrátt fyrir að Kennedy hafi verið yngri átti hann að baki þrettán ára þingsetu þegar hann bauð sig fram til forseta. Fífldirfska vonarinnarNú er lag segja stuðningsmenn hans og benda á að ferskleiki og meðbyr endast ekki lengi. Barack Obama lýsti því formlega yfir í þættinum Meet the Press á sunnudag að hann myndi hugleiða forsetaframboð alvarlega. Við það tækifæri sagði hann að enginn væri í raun tilbúinn til að verða forseti Bandaríkjanna fyrr en hann tæki við embætti. Ef hann ákveður að láta slag standa hefur hann lofað að gera það hjá vinkonu sinni Oprah. Líkurnar á því virðast hafa aukist til muna en líta út fyrir að falla saman við pólitíska drauma Hillary Clinton. CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir heimildamanni innan herbúðar Obama að hann fari einungis fram ákveði hún að sleppa því og NBC hefur á móti eftir heimildamanni úr liði Clintons að hún fari bara fram ef hann geri það ekki. Við þurfum því líklega að bíða og sjá hvort þeirra hefur meiri fífldirfsku til að vona. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.Stjörnuljómi ObamaHillary Clinton þekkja allir en Barack Obama hefur skotið upp á stjörnuhiminn bandarískra stjórnmála á örskömmum tíma. Einungis tvö ár eru síðan hann vakti fyrst athygli sem aðalræðumaðurinn á flokksþingi demókrata. Þar kvatti hann til að hætt yrði að draga fólk í dilka eftir búsetu og uppruna og þess í stað litið til þess hvaða gildi sameinuðu þjóðina. Stuttu eftir ræðuna frægu var Obama kosinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrr í mánuðnum gaf hann út bókina The Audacity of Hope sem þýða mætti sem "Fífldirska vonarinnar" og vermir hún þegar metsölulistana. Hann hefur verið forsíðuefni tímarita eins og Time, Newsweek og karlaútgáfu Vogue, setið á sófanum hennar Oprah og annarra spjallþáttastjórnenda auk þess sem varla er hægt að opna dagblað án þess að sjá fjallað um hann með einum eða öðrum hætti. Reyndar þykir mörgum nóg um og gerir pistlahöfundurinn Maureen Dowd létt grin að glansímynd hans á laugardaginn og hvetur hann til að hætta að daðra við frægðina og reyna við sögubækurnar í staðinn. Fjölbreyttur bakgrunnurHugleiðingar um hvernig endurheimta skuli ameríska drauminn er undirtitill bókarinnar og að einhverju leyti má segja Barack Obama holdgerving þess fræga draums. Móðir hans er frá Kansas en faðir frá Kenýa og skildu þau þegar Obama var ungur. Hann bjó um tíma í Indónesíu með móður sinni en flutti til ömmu sinnar og afa á Hawaií þegar hann var tíu ára. Hann er menntaður frá tveimur bestu háskólum Bandaríkjanna og var fyrsti blökkumaðurinn til að ritstýra Harvard Law Review. Áður en hann settist á fylkisþing Illinois árið 1994 starfaði hann sem mannréttindalögfræðingur. Hann er í senn mjög varfærinn í orðavali og óvenjulega hreinskilinn. Hann hefur sagst eiga ættingja sem líta út eins og Bernie Mac og Margaret Thatcher og að hafa prófað hass og dregið að sér andann ólíkt Bill Clinton, enda hafi það verið tilgangurinn. Stuðningsmenn hans segja fjölbreyttan bakgrunn og hreinskilni meðal þess sem geri hann að ferskum kosti auk þess sem tími sé kominn fyrir frambjóðanda af næstu kynslóð til að koma fram á sjónarsviðið. Augljósir veikleikarÞað er gott forskot að koma vel fyrir sig orði, myndast vel og vera heillandi en það mun ekki duga til að koma Barack Obama alla leið í Hvíta húsið. Hann er álíka grænn og Kermit froskur segir Joe Klein í forsíðugrein Time um Obama og vísar þar til reynsluleysis hans í mörgum mikilvægum málum. Andstæðingar hans munu hamra á reynsluleysi í varnar- og öryggismálum, benda á að hann hefur enga reynslu af stjórnun og eflaust gera grín af því hve fá mál hann hefur tekið upp á stuttri setu í öldungadeildinni. Samlíkingar við John F. Kennedy eru algengar en þrátt fyrir að Kennedy hafi verið yngri átti hann að baki þrettán ára þingsetu þegar hann bauð sig fram til forseta. Fífldirfska vonarinnarNú er lag segja stuðningsmenn hans og benda á að ferskleiki og meðbyr endast ekki lengi. Barack Obama lýsti því formlega yfir í þættinum Meet the Press á sunnudag að hann myndi hugleiða forsetaframboð alvarlega. Við það tækifæri sagði hann að enginn væri í raun tilbúinn til að verða forseti Bandaríkjanna fyrr en hann tæki við embætti. Ef hann ákveður að láta slag standa hefur hann lofað að gera það hjá vinkonu sinni Oprah. Líkurnar á því virðast hafa aukist til muna en líta út fyrir að falla saman við pólitíska drauma Hillary Clinton. CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir heimildamanni innan herbúðar Obama að hann fari einungis fram ákveði hún að sleppa því og NBC hefur á móti eftir heimildamanni úr liði Clintons að hún fari bara fram ef hann geri það ekki. Við þurfum því líklega að bíða og sjá hvort þeirra hefur meiri fífldirfsku til að vona.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira