Erlent

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Forseti líbanska þingsins, Nabih Berri, á fréttamannafundi í morgun þar sem hann kallar á pólitískar fylkingar að hittast og ræða málin til þess að draga úr spennu í landinu.
Forseti líbanska þingsins, Nabih Berri, á fréttamannafundi í morgun þar sem hann kallar á pólitískar fylkingar að hittast og ræða málin til þess að draga úr spennu í landinu. MYND/AP

Í morgun var ákveðið að halda fund milli pólitískra fylkinga í Líbanon til þess að draga úr þeirri spennu sem hefur myndast þeirra á milli eftir að 34 daga stríðinu við Ísrael lauk í sumar.

Hisbollah-liðar hafa krafist þess að kosið sé á ný en stjórn Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hefur hinvegar neitað að verða við því kalli. Stjórn Siniora er studd af Bandaríkjamönnum og krefst þess einnig að Hisbollah hætti vopnaðri baráttu sinni. Margir leiðtogar Líbanon, sem eru á móti Sýrlandi, hafa kennt Hisbollah um upphafið á 34 daga stríðinu við Ísrael, sem kostaði 1.200 manns lífið.

Ef spennan eykst mikið meira hefur Hisbollah hótað að mótmæla á götum úti í Beirút. Ef af átökum verður er hætt við því að alþjóðlegum fundi um uppbyggingarstarf í Líbanon, sem á að fara fram í janúar, verði aflýst. Hópur friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna fylgist sem stendur með því að friðarsamkomulagið sem tók gildi þann 14. ágúst síðastliðinn haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×