Í morgun varaði Norður-Kórea Suður-Kóreu við því að taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn ætla sér að setja koma á og sögðust ennfrekar taka til aðgerða ef svo skyldi verða.
Talsmaður nefndar Norður-Kóreustjórnar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins sagði að þátttaka Suður-Kóreu í refsiaðgerðunum myndi leiða til atburðarásar sem gæti endað í vopnuðum átökum á Kóreuskaga. Norður-Kórea gaf frá sér svipaða tilkynningu í september síðastliðnum stuttu áður en þeir héldu prófanir sínar á kjarnorkuvopnum sem leiddi til efnahags- og viðskiptaþvinganna af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.