Erlent

Frambjóðandi íhaldsmanna með forskot á andstæðing sinn

Alvara Noboa, frambjóðandi íhaldsmanna í forsetakosningunum í Ekvador, hefur nú 16% forskot á Rafael Correa, frambjóðanda vinstrimanna, fyrir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi.

Noboa, ríkasti maður Ekvadors, kom á óvart með því að fá 27% atkvæða í fyrstu umferð 15. október sl. Correa, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fékk 23% atkvæða og munurinn því 4%. Kjósa þurfti því á milli þeirra í næstu umferð enda fengu þeir flest atkvæði en þó ekki meirihluta þeirra.

Ný Gallup könnun sýnir að Noboda hefur stuðning 58% kjósenda og Correa 42%. Ekki er tekið tillit til þeirra sem ætla að skila auðu í kosningunum miðað við þessa niðurstöðu en þeir kjósendur munu nokkuð margir.

Þessi niðurstaða staðfestir þá skoðun stjórnmálaskýrenda í Ekvador að Noboa hafi haldið sókn sinni áfram eftir fyrri umferð kosninganna. Flestir búast við því að Noboa fari með sigur af hólmi en skoðanakönnun dagsins bendir til þess að sigurinn verði stærri en búist hafi verið við.

Erlendir fjárfestar vilja frekar að Noboda, sem er markaðssinnaður auðjöfur, nái kjöri frekar en andstæðingur hans sem hefur hótað að hætta endurgreiðslu skulda ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×