Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst.
"Það getur meira en verið að ég fyrirgefi honum einn daginn ef við fáum tækifæri til að takast í hendur og ef skilyrðin eru rétt. Menn gleyma því þó stundum að það var hann sem skallaði mig og ég er búinn að biðjast afsökunar á þætti mínum í atvikinu. Ég veit hinsvegar að svona hlutir koma fyrir að knattspyrnuvellinum og við gerðum báðir mistök," sagði Materazzi.