Erlent

Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sér fram á matvælaskort í suðurhluta Afríku

Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði í morgun að milljónir manna í suðurhluta Afríku eigi eftir að líða matarskort vegna þess að hópur ríkra landa hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Sögðu þeir ennfremur að alls vantaði um 60 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega fjórum milljörðum íslenskra króna, og vegna þess hefði stofnunin þurft að draga úr aðstoð við allt að fjórar milljónir manna. Meðal landa sem verða hvað verst fyrir barðinu á niðurskurðinum eru Namibía, Malaví og Svasíland en eyðni er hvergi útbreiddari í heiminum en í Svasílandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×