Erlent

Schröder skýtur á Bush í æviminningum sínum

Búist er við að æviminningar Schröders seljist eins og heitar lummur í Þýskalandi.
Búist er við að æviminningar Schröders seljist eins og heitar lummur í Þýskalandi. MYND/AP

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, gagnrýnir George Bush Bandaríkjaforseta fyrir endalausar vísanir í Guð í aðdraganda Íraksstríðsins í nýútkomnum æviminningum sínum.

Í bókinni fer Schröder meðal annars yfir sjö ára valdatíma sinn sem kanslari Þýskalands og segir að álykta megi að Bush taki ákvarðanir sínar í stjórnmálum eftir samtöl við Guð eins og það er orðað. Sem kunnugt er sinnaðist leiðtogunum tveim í aðdraganda Íraksstríðsins eftir að Þjóðverjar neituðu að taka þátt í innrásinni. Búist er við að bókin vekji nokkurt umtal í Þýskalandi enda er Schröder einnig harðorður í garð eftirmanns síns í embætti, Angelu Merkel, sem hann segir veikan leiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×