Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar 26. október 2006 13:58 MYND/GVA Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira