Tvö prófkjör um helgina 27. október 2006 12:12 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent