Erlent

Herskip send til að verja olíubirgðastöð í Saudi-Arabíu

Ras Tanura olíuhreinsistöðin í Sádí Arabaíu
Ras Tanura olíuhreinsistöðin í Sádí Arabaíu

Herskipum bandamanna á Persaflóa hefur verið stefnt að olíubirgðastöð undan strönd Sádi Arabíu vegna einhverrar ótilgreindrar ógnar.

Ras Tanura er stærsta olíubirgðastöð í heimi, sem er úti á sjó, en ekki í landi. Bæði tundurspillum, freigátum og kafbátum hefur verið stefnt að Ras Tanura til þess að verja hana.

Talsmaður breska flotans segir að skipum sem eru á ferð á þessum slóðum hafi verið send skilaboð um að vakta vel talstöðvar sínar og vera viðbúin að hlýða öllum fyrirmælum sem þau fá. Hann sagði að skipstjórunum hefði einnig verið ráðlagt að vera vel á verði hvað snertir öryggi sinna eigin skipa og tilkynna það þegar ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×