Erlent

Óeirðanna í Frakklandi minnst

Frá göngunni í París í dag.
Frá göngunni í París í dag. MYND/AP

Að minnsta kosti 500 manns tóku þátt í göngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, í dag til að minnast tveggja táningspilta sem léstust úr raflosti fyrir ári.

Talið var að drengirnir hefðu verið að flýja lögreglu en dauði þeirra leiddi til óeirða meðal fátækra innflytjenda víða um Frakkland þar sem kveikt var í bæði bílum og húsum. Með þessu vildu innflytjendurnir vekja athygli á bágri stöðu sinni en mikið atvinnuleysi er meðal þeirra.

Gangan í dag var friðsöm og hljólát en göngumenn héldu á borða sem á stóð að dauði drengjanna hefði engu skilað. Hins vegar var kveikt í fjölda bíla í gærkvöld og hefur innanríkisráðherra Frakklands skipað lögreglu að vera vel á verði gagnvart hugsanlegum óeirðum tengdum ársafmæli uppþotanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×