Erlent

Salerni fyrir kynskiptinga?

Hvaða salerni á kynskiptingur að nota í ítalska þinghúsinu í Róm? Þessari spurningu reyna nú þingmenn að svara á neðri deild þingsins þangað sem kynskiptingur hefur fyrst náð kjöri í Evrópu. Vladimir Luxuria er fæddur karlmaður en gengur um í kvennfötum. Hann á eftir að gangast undir kynskiptiaðger. Kona sem situr á þingi fyrir hægriflokk hefur gert athugasemd við það að Vladimir noti salerni kvenna.

Vladimir, sem er fertugur, var kjörinn á þing fyrir bandalag mið- og vinstriflokka í apríl. Hann er fyrrverandi dragdrottning og baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra. Vladimir kýs að vera kallaður kona og fara á salerni kvenna í þinghúsinu, enda gangist hann undir aðgerð á næstunni.

Elisabetta Gardini, þingmaður og talskona Forza Italia, þingflokks Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér hafði brugðið þegar hún mætti Luxuria á salerni kvenna í þinghúsinu. Hún hafi því þegar sent mótmælabréf til þingforseta. Gardini telur að Luxuria eigi að hafa eigið einka salerni. Flokksfélagar Gardinis eru sammála henni og leggja til að þriðja salernið, fyrir kynskiptinga, verði úbúið.

Flokksfélagar Luxuria hafa sýnt stuðning og sakað Gardini um mismunun sem jaðri við fordóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×