Erlent

Kosið um stjórnarskrá Serbíu

Kjósendur í Serbíu gengu að kjörborðinu í morgun til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá landsins. Samkvæmt henni telst Kósóvó óaðskiljanlegur hluti Serbíu.

Albanar, sem eru í meirihluta í Kósóvó, hafa krafist þess að héraðið fái sjálfstæði. Stjórnarskráin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á serbneska þinginu fyrr í þessum mánuði en meirihluti kosningabærra manna í Serbí þarf að samþykkja hana svo hún taki gildi.

Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×