Erlent

Lögfræðingur Saddams gengur út úr réttarsal

Saddam í réttarsalnum í morgun.
Saddam í réttarsalnum í morgun. MYND/AP

Aðallögfræðingur Saddams Hussein gekk í dag út úr réttarsalnum eftir að hafa lagt fram lista með tólf kröfum sem hann vildi að yrði fullnægt áður en réttarhaldið myndi halda áfram. Verið er að rétta í máli er snertir morð á allt að 180.000 Kúrdum í Norður-Írak árið 1988. Auk Saddams eru frændi hans "Efna Ali" Hassan al-Majid og fimm aðrir herforingjar hans sakborningar í málinu.

Kröfurnar sem lögfræðingur Saddams gerði voru meðal annars að lögfræðingum sem væru ekki íraskir fengju að vera viðstaddir málið og að rétturinn myndi rannsaka ásakanir um að réttarvörður hefði lamið einn sakborninganna. Lögfræðingur Saddams hefur ekki tekið þátt í rekstri málsins eftir að dómara þess var vikið frá fyrir að vera of hlynntur málstað Saddams Husseins.

Saddam bíður á meðan úrskurðar í öðru máli og er hugsanlegt að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður fundinn sekur í því. Búist er við úrskurðnum þann 5. nóvember næstkomandi sem er einmitt tveimur dögum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×