Erlent

Kongólskur hermaður skýtur tvo til bana

Kjósendur í Kongó kjósa við kertaljós í gærkvöldi.
Kjósendur í Kongó kjósa við kertaljós í gærkvöldi. MYND/AP

Kongólskur hermaður skaut tvo starfsmenn kosninganna í Kongó til bana í morgun eftir að kosningunum hafði lokið. Talið er að hermaðurinn hafi verið drukkinn.

Fram kom í tilkynningu frá starfsmanni Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að í kjölfar þessa atburðar hafi óeirðir hafist og voru 43 kjörstaðir eyðilagðir. Hermaðurinn var handtekinn en æstur múgurinn brenndi engu að síður kjörseðlana og niðurstöður kjörstöðvanna. Alls voru um 25.000 manns skráðir á þessum kjörstöðum og er óttast að atkvæði þeirra allra hafi eyðilagst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×