Dagblöð í Serbíu flytja fregnir af því í dag að kjósendur hafi samþykkt nýja stjórnarskrá sem kveður á um að Kosovo sé órjúfanlegur hluti Serbíu. Íbúar í Kosovo fengu þó ekki að taka þátt í kosningunni.
Íbúar belgrad virtust almennt ánægðir með úrslitin á meðan forsætisráðherra Kosovo taldi þessa stjórnarskrábreytingu ekki hafa nein áhrif á þær viðræður um framtíð Kosovo sem nú eiga sér stað undir forystu Sameinuðu þjóðanna. "Við teljum þær ekki koma málinu við og að þær eigi í raun ekki skilin opinbert svar" bætti hann við að lokum.