Erlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir múslimum í Danmörku

Gæsluvarðhald var í dag framlengt um fjórar vikir, yfir fimm múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum, í Danmörku, í byrjun september. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk og safnað að sér sprengiefni.

Upphaflega voru níu handteknir, en tveim var sleppt strax edftir yfirheyrslur og tveim til viðbótar fyrir nokkrum dögum. Að sögn lögreglunnar liggja þeir tveir enn undir grun, en var sleppt þar sem þeir geta ekki úr þessu unnið nein spjöll á sönnunargögnum.

Þeir fimm sem eftir sitja eru grunaðir um að vera höfuðpaurarnir og auk þess að fá gæsluvarðhald framlengt var fallist á að þeir sætu áfram í einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×