Bush tekur lokasprettinn 31. október 2006 16:46 George W. Bush segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira