Gleði og sorg hjá Eiði Smára 31. október 2006 21:33 Eiður Smári sést hér fagna marki sínu í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira