Erlent

Norður-Kórea aftur að samningaborðinu

Fulltrúar ríkjanna sex sem hefja viðræður aftur á næstu dögum.
Fulltrúar ríkjanna sex sem hefja viðræður aftur á næstu dögum. MYND/AP

Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að þeir hefðu ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í Sexveldaumræðunum svokölluðu á ný.

Talið er að Norður-Kóreumenn ætli sér að reyna að komast undan þeim efnahagsþvingunum sem Bandaríkjastjórn hafði sett á landið, en þeim var ætlað að koma í veg fyrir að landið gæti nálgast erlent lánsfé. Sæst var á þetta á óformlegum fundum milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fram fóru í Peking á þriðjudaginn var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×