Írak, Írak, Írak 2. nóvember 2006 10:13 Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/NM Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent