Erlent

Evruseðlar molna í sundur í Þýskalandi

Þeir sem hafa þurft að nota hraðbanka í Þýskalandi síðustu daga hafa margir hverjir staðið tómhentir eftir að hafa tekið út fé - peningarnir hafa molnað í sundur í höndunum á þeim. Rúmlega eitt þúsund evruseðlar hafa eyðilagst þegar þeir hafa komist í hendur fólks á síðustu vikum

Talsmaður þýska seðlabankans segir þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist þar í landi. Talsmaður lögreglu segir að vart hafi orðið við sýru á einhverju seðlanna. Ekki er vitað hvort um skemmdarverk eða slys er að ræða. Yfirvöld segja þó seðlana ekki hafa skaðast í framleiðsluferlinu.

Þýska blaðið Bild segir um brennisteinssýru að ræða. Ekki er vitað til þess að eitthvað þessu líkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×