Erlent

Skotið á mosku

Minnst tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. 60 palestínskir byssumenn höfðu leitað þar skjóls og konurnar höfðu tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna.

Mennirnir undan eftir 19 klukkustunda umsátur en konurnar, sem höfðu ákveðið að verja þá, urðu fyrir byssukúlum hermanna. Ísraelsher segir að liðsmenn hafi orðið varir við tvo byssumenn í hópi kvennanna og því skotið á þá og sært. Töldu Ísraelsmenn að þarna væru á ferð liðsmenn Hamas.

Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi Palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báður þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Fjölmargar konur komu þá á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni.

Rúmlega 20 Palestínumenn hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn.

Þrír liðsmenn Hamas-samtakanna féllu í loftárás á bíl þeirra í Gaza-borg í nótt. Einn þeirra mun vera einn stjórnenda samtakanna í borginni.

Ísrelskir hermenn sprengdu bílsprengju í bænum Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermenn komu að Palestínumanni þar sem hann var að koma fyrir sprengju í bíl. Til skotbardaga kom og var maðurinn felldur. Annar Palestínumaður reyndir síðar að komast inn í bílinn og var einnig felldur. Hermenn fundu síðan sprengiefni í bílnum og sprengjusérfræðingar hersins því kallaðir á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×