Erlent

Blair getur unnið með palestínskri embættismannastjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að hann gæti gengið til samninga við palestinska stjórn, undir forystu Hamas, ef samtökin yrðu við alþjóðlegum kröfum um að afneita ofbeldi, og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Hamas samtökin, hafa í grundvallaratriðum náð samkomulagi um embættismannastjórn sem myndi væntanlega fela í sér að núverandi ráðherrar Hamas víki sæti.

Á mánaðarlegum fundi með fréttamönnum, í dag, sagði Tony Blair, að Bretar gætu unnið með slíkri stjórn, með vissum skilyrðum.

Hann sagði að ekki væri hægt að ná samkomulagi um tvö sjálfstæð ríki, Ísraels og Palestínu, ef annar samningsaðilinn segði að hann vildi ekki að Ísrael væri til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×