
Enski boltinn
Diouf enn í vandræðum

Knattspyrnumaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton Wanderers hefur verið handtekinn í kjölfar þess að konan hans sakaði hann um að leggja hendur á sig snemma á sunnudagsmorguninn. Diouf var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu en hann þarf að snúa aftur á lögreglustöðina á morgun og þá færst úr því skorið hvort hann verður kærður eða ekki.