Erlent

Vandræði á kjörstöðum

MYND/AP

Villur í tölvuforritum og reynsluleysi starfsfólks hafa valdið seinkunum á kjörstöðum í þingkosningunum í Bandaríkjunum. Seinkanir hafa orðið í Indíanafylki, Ohio og Flórída þar sem neyðst hefur til þess, á sumum kjörstöðum, að grípa til pappírsatkvæðaseðla.

Þriðjungur Bandaríkjamanna kýs nú með hjálp nýs rafræns búnaðs. Fyrirtækin sem selja búnaðinn segjast ekki hafa séð neinar villur í búnaðinum og telja að vanþekking starfsmanna sé ástæða þess hve illa hefur gengið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×