
Enski boltinn
Xavier skrifar undir hjá Boro

Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough og gildir hann til loka leiktíðarinnar. Xavier hefur nýlokið við að afplána 12 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar og er 33 ára gamall. Hann hefur staðið sig vel á æfingum með liðinu að undanförnu og því ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða honum stuttan samning.