Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina 8. nóvember 2006 17:01 Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira