Erlent

Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf

Tromsö í Noregi.
Tromsö í Noregi. MYND/Vísir
Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. Margir noti vegabréfin til að komast inn í Noreg og þaðan séu þeim allir vegir færir um Schengen svæðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×