Erlent

Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen

Rabbíarnir bera hérna ævafornar Torah ritningar í hið nýja bænahús.
Rabbíarnir bera hérna ævafornar Torah ritningar í hið nýja bænahús. MYND/AP

Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum.

Athöfnin átti sér líka stað 68 árum eftir "Kristalsnóttina" svokölluðu en þá réðust nasistar á eignir gyðinga um allt Þýskaland og var hún undanfari helfararinnar. Fjölmargir fyrirmenn sóttu athöfnina og þar á meðal forseti landsins, Horst Koehler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×