Erlent

Spennan magnast í Kongó

Íbúi Kinshasa leggur hér saman úrslit kjörstöðvar þar sem þau hanga utan á vegg kjörstöðvarinnar. Einnig má þar sjá framtakssaman ungling sem heldur úti sjoppurekstri á staðnum.
Íbúi Kinshasa leggur hér saman úrslit kjörstöðvar þar sem þau hanga utan á vegg kjörstöðvarinnar. Einnig má þar sjá framtakssaman ungling sem heldur úti sjoppurekstri á staðnum. MYND/AP

Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn.

Bemba hefur lagt fram tvær kvartanir vegna óreglu í talningu atkvæða og hefur það ýtt undir ótta við að sumir gætu hafnað kosningunum í heild sinni. Nýlega var bækling dreift um götur Kinshasa, höfuðborgar Kongó, þar sem fólk var hvatt til þess að hafna niðurstöðum kosninganna en forsvarsmenn Bemba segja hann ekki hafa komið nálægt því.

Kosningin sem fóru fram þann 29. október síðastliðinn er lokahnykkurinn á ferli sem er ætlað að binda endi á borgarastyrjöldina sem geisaði í landinu frá 1997 til 2002. Þetta eru jafnframt fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu frá árinu 1960.

Erlendir sendimenn í landinu segja að mikið velti á því hvernig verði tekið á kvörtunum Bemba og um leið hvað hann geri þegar úrslitin verði ljós þar sem búist er við því að mjótt verði á mununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×